Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 15:27 Trump fylgist með X litla bora í nefið á blaðamannafundi í tengslum við sparnaðarstofnunina DOGE. Getty Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira