VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 08:02 Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Skóla- og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun