Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 18:02 Donald Trump og Vladimír Pútín töluðu saman í um eina og hálfa klukkustund. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum. Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum.
Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59