Vill auka eftirlit með þungaflutningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:02 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir þungaflutninga auka slit á vegum margfalt séu tonnin fleiri en þau mega vera. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira