„Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 08:27 Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir ætla sér báðar formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að baráttan sé hafin. Erlendur Borgþórsson segir Áslaugu byrjaða að smala á hverfisfundi. Sjálfstæðismaður til áratuga lýsir hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi í gær. Barist er um sæti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á hverjum slíkum fundi og komast færri að en vilja nú þegar baráttan magnast um nýjan formann. Stuðningsmaður Áslaugar Örnu og borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að smalað sé á slíka fundi. Í gær var aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Erlendur Borgþórsson, fyrrverandi formaður félagsins sem hefur verið virkur í flokknum í áratugi, fékk ekki sæti á lista félagsins fyrir landsfund og segir ljóst að fylking Áslaugar Örnu sé að smala á fundi hverfisfélaga. Gegn öllum hefðum „Þetta er náttúrulega gegn öllum hefðum í flokknum. Þeir sem eru valdir á landsfund eru þeir sem starfa mikið innan flokksins og sinnt sjálfboðaliðastarfi í áraraðir og áratugi. Þeir hafa yfirleitt bara verið sjálfkjörnir af stjórninni á landsfund,“ sagði Erlendur. Að hans sögn hafi starfandi stjórn félagsins yfirleitt raðað fólki á lista og borið það svo upp á hvefisfundi viðkomandi aðildarfélags. „Þetta er nú alltaf unnið í friðsemd en þarna var verið að gera hallarbyltingu í félaginu. Við vorum búin að frétta það og þetta er ekki eina félagið. Þetta var reynt í Árbæ fyrir áramót, Neshverfi og Holtahverfi í vetur. Þannig það er ófriðarástandi hjá hverfafélögum innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Erlendur. „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu. Að manneskja skuli reyna að verða formaður flokksins byrji á að kynda ófriðarbál, það er alveg ótrúlegt að horfa upp á.“ Aldís Hafsteinsdóttir ásamt Áslaugu Örnu og Guðrúnu systur sinni. Þær síðarnefndu ætla sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum.ÁAS Þeir sem voru valdir deila væntanlega ekki skoðun þinni? „Þarna var listi settur fram, 23 aðilar sem félagið hefur af landsfundarfulltrúum. Stærstan hluta þessa fólks hef ég aldrei séð áður, hvorki nöfnin né fólkið. Ég er ekki einu sinni viss hvort það sé í flokknum og hefur aldrei unnið í flokknum,“ sagði Erlendur. Þú getur fullyrt það? „Ég get það, ég er búinn að vera vinna fyrir flokkinn í áraraðir. Maður þekkir fólkið sem hefur verið duglegt að vinna fyrir flokkinn. Fólkið þarna var það ekki, að langmestu leyti,“ sagði hann. Guðrún og Áslaug á þingsetningu haustið 2022.ÁAS Það hefur væntanlega verið hiti á fundinum? „Fólk brást misjafnlega við en þetta er ekki til að mynda samheldni meðal flokksfélaga. Þetta er ófriðarbál. Maður er hissa á þessu, undrandi,“ sagði Erlendur. Þú segir að það sé fólk þarna á vegum Áslaugar en þú ert væntanlega Guðrúnarmegin í þessu eða hvað? „Ég er algjörlega óháður, ekki háður neinum og ekki búinn að mynda mér skoðun. Það er hægt að bjóða sig fram til formanns á landsfundinum sjálfum, þú veist ekkert hver á eftir að bjóða sig fram. Ég er ekki í hóp hjá einum eða neinum, ég vil bara góðan og gildan Sjálfstæðismann sem formann, mann sem bindur flokkinn saman og er friðarpostuli innan hans,“ sagði hann. Venjulega friðsemdarfundir Erlendur segir smölun byrjaða og þekkta stuðningsmenn hafa mætt á fundinn. Bæði Friðjón Friðjónsson og Óttar Guðjónsson hefðu mætt og látið mikið í sér heyra. Friðjón tilheyrir stuðningsmannahópi Áslaugar Örnu eins og fleiri sem fjölmenntu á framboðskynningarfund hennar. „Þarna voru fleiri sem voru með ósteyt á fundinum. Venjulega eru þetta friðsemdarfundir þar sem fólk fær sér kaffi og klárar fundastörf. Þetta er mjög óvenjulegt en þetta hefur verið að færast í vöxt af einum frambjóðanda til formanns,“ sagði hann. „Þarna er verið að nota aðferðir sem eru ekki til að binda fólk saman, bara til að skapa óeiningu og óánægju. Þetta er allt saman sjálfboðavinna, öll þessi vinna og fólk dregur sig bara í hlé og hættir. Það er ekkert að standa í svona leiðindum í sjálfboðavinnu,“ sagði Erlendur Mætir á fund eftir fund Fréttastofa hafði samband við Friðjón til að bera undir hann ásakanir um uppsteyt og smölun. Hann var á fundinum en kannast ekki við yfirlýsingar um uppsteyt. „Ég var gestur á fundinum og sagði ekki orð vegna þess að ég var hvorki með atkvæðarétt eða málfrelsi. Þannig ég hélt mig til hliðar og sagði ekki orð allan fundinn,“ segir Friðjón. Hvað kom til að þú mættir á þennan fund? „Ég er borgarfulltrúi og reyni að mæta á alla aðalfundi allra félaga sem ég kemst á,“ sagði Friðjón sem var einmitt mættur á einn slíkan í Valhöll hjá Félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi. Friðjón og Áslaug Arna í góðum gír á körfuboltaleik hjá Val.ÁAS „Hér eins og þar segi ég ekki neitt, ég talaði á aðalfundi félags Nes- og Mela en þar bý ég líka og er félagi í því félagi,“ sagði hann. Viltu eitthvað svara fyrir þessar meintu smalanir? „Ég veit ekki hvort ég vilji blanda mér í þetta hafandi verið gestur á fundinum. Ég veit ekki hvort það sé einhverjum til hagsbóta að önnur fylkingin í Reykjavík sé að styðja annan frambjóðandann og hin fylkingin sé að styðja hinn. Var ekki verið að tala um einhverja samheldni?“ sagði Friðjón. „Listakosningin var afgreidd með handréttingu. Margir sem voru á lista stjórnarinnar voru þeir sömu og voru á listanum sem var samþykktur,“ segir hann. Stjórnin lagði fram einn lista en meirihluta fundarmann studdi annan lista. Ekki tókst hins vegar að klára stjórnar- og formannskjör og verður kosið um það á framhaldsaðalfundi. „Það var alveg borin virðing fyrir núverandi stjórnarmönnum, fólki sem var og hefur verið virkt í félaginu. Þetta er bara nákvæmlega eins og hefur verið lengi vegna þess að við erum með þetta fyrirkomulag,“ sagði Friðjón. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Í gær var aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Erlendur Borgþórsson, fyrrverandi formaður félagsins sem hefur verið virkur í flokknum í áratugi, fékk ekki sæti á lista félagsins fyrir landsfund og segir ljóst að fylking Áslaugar Örnu sé að smala á fundi hverfisfélaga. Gegn öllum hefðum „Þetta er náttúrulega gegn öllum hefðum í flokknum. Þeir sem eru valdir á landsfund eru þeir sem starfa mikið innan flokksins og sinnt sjálfboðaliðastarfi í áraraðir og áratugi. Þeir hafa yfirleitt bara verið sjálfkjörnir af stjórninni á landsfund,“ sagði Erlendur. Að hans sögn hafi starfandi stjórn félagsins yfirleitt raðað fólki á lista og borið það svo upp á hvefisfundi viðkomandi aðildarfélags. „Þetta er nú alltaf unnið í friðsemd en þarna var verið að gera hallarbyltingu í félaginu. Við vorum búin að frétta það og þetta er ekki eina félagið. Þetta var reynt í Árbæ fyrir áramót, Neshverfi og Holtahverfi í vetur. Þannig það er ófriðarástandi hjá hverfafélögum innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Erlendur. „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu. Að manneskja skuli reyna að verða formaður flokksins byrji á að kynda ófriðarbál, það er alveg ótrúlegt að horfa upp á.“ Aldís Hafsteinsdóttir ásamt Áslaugu Örnu og Guðrúnu systur sinni. Þær síðarnefndu ætla sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum.ÁAS Þeir sem voru valdir deila væntanlega ekki skoðun þinni? „Þarna var listi settur fram, 23 aðilar sem félagið hefur af landsfundarfulltrúum. Stærstan hluta þessa fólks hef ég aldrei séð áður, hvorki nöfnin né fólkið. Ég er ekki einu sinni viss hvort það sé í flokknum og hefur aldrei unnið í flokknum,“ sagði Erlendur. Þú getur fullyrt það? „Ég get það, ég er búinn að vera vinna fyrir flokkinn í áraraðir. Maður þekkir fólkið sem hefur verið duglegt að vinna fyrir flokkinn. Fólkið þarna var það ekki, að langmestu leyti,“ sagði hann. Guðrún og Áslaug á þingsetningu haustið 2022.ÁAS Það hefur væntanlega verið hiti á fundinum? „Fólk brást misjafnlega við en þetta er ekki til að mynda samheldni meðal flokksfélaga. Þetta er ófriðarbál. Maður er hissa á þessu, undrandi,“ sagði Erlendur. Þú segir að það sé fólk þarna á vegum Áslaugar en þú ert væntanlega Guðrúnarmegin í þessu eða hvað? „Ég er algjörlega óháður, ekki háður neinum og ekki búinn að mynda mér skoðun. Það er hægt að bjóða sig fram til formanns á landsfundinum sjálfum, þú veist ekkert hver á eftir að bjóða sig fram. Ég er ekki í hóp hjá einum eða neinum, ég vil bara góðan og gildan Sjálfstæðismann sem formann, mann sem bindur flokkinn saman og er friðarpostuli innan hans,“ sagði hann. Venjulega friðsemdarfundir Erlendur segir smölun byrjaða og þekkta stuðningsmenn hafa mætt á fundinn. Bæði Friðjón Friðjónsson og Óttar Guðjónsson hefðu mætt og látið mikið í sér heyra. Friðjón tilheyrir stuðningsmannahópi Áslaugar Örnu eins og fleiri sem fjölmenntu á framboðskynningarfund hennar. „Þarna voru fleiri sem voru með ósteyt á fundinum. Venjulega eru þetta friðsemdarfundir þar sem fólk fær sér kaffi og klárar fundastörf. Þetta er mjög óvenjulegt en þetta hefur verið að færast í vöxt af einum frambjóðanda til formanns,“ sagði hann. „Þarna er verið að nota aðferðir sem eru ekki til að binda fólk saman, bara til að skapa óeiningu og óánægju. Þetta er allt saman sjálfboðavinna, öll þessi vinna og fólk dregur sig bara í hlé og hættir. Það er ekkert að standa í svona leiðindum í sjálfboðavinnu,“ sagði Erlendur Mætir á fund eftir fund Fréttastofa hafði samband við Friðjón til að bera undir hann ásakanir um uppsteyt og smölun. Hann var á fundinum en kannast ekki við yfirlýsingar um uppsteyt. „Ég var gestur á fundinum og sagði ekki orð vegna þess að ég var hvorki með atkvæðarétt eða málfrelsi. Þannig ég hélt mig til hliðar og sagði ekki orð allan fundinn,“ segir Friðjón. Hvað kom til að þú mættir á þennan fund? „Ég er borgarfulltrúi og reyni að mæta á alla aðalfundi allra félaga sem ég kemst á,“ sagði Friðjón sem var einmitt mættur á einn slíkan í Valhöll hjá Félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi. Friðjón og Áslaug Arna í góðum gír á körfuboltaleik hjá Val.ÁAS „Hér eins og þar segi ég ekki neitt, ég talaði á aðalfundi félags Nes- og Mela en þar bý ég líka og er félagi í því félagi,“ sagði hann. Viltu eitthvað svara fyrir þessar meintu smalanir? „Ég veit ekki hvort ég vilji blanda mér í þetta hafandi verið gestur á fundinum. Ég veit ekki hvort það sé einhverjum til hagsbóta að önnur fylkingin í Reykjavík sé að styðja annan frambjóðandann og hin fylkingin sé að styðja hinn. Var ekki verið að tala um einhverja samheldni?“ sagði Friðjón. „Listakosningin var afgreidd með handréttingu. Margir sem voru á lista stjórnarinnar voru þeir sömu og voru á listanum sem var samþykktur,“ segir hann. Stjórnin lagði fram einn lista en meirihluta fundarmann studdi annan lista. Ekki tókst hins vegar að klára stjórnar- og formannskjör og verður kosið um það á framhaldsaðalfundi. „Það var alveg borin virðing fyrir núverandi stjórnarmönnum, fólki sem var og hefur verið virkt í félaginu. Þetta er bara nákvæmlega eins og hefur verið lengi vegna þess að við erum með þetta fyrirkomulag,“ sagði Friðjón.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira