Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra Íslands. vísir/einar Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“ Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“
Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira