Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Akureyri Atvinnurekendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun