Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun