RFK verður heilbrigðisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Robert F. Kennedy yngri, verður heilbrigðisráðherra og það væntanlega seinna í kvöld. EPA/ALLISON DINNER Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent