„Þetta er beinlínis hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 19:11 Skjáskot úr tveimur myndböndum af athæfi mannsins. Vísir Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira