„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:59 RC Lens v Panathinaikos - UEFA Europa Conference League - Qualifying round LENS, FRANCE - AUGUST 22: Sverrir Ingason of Panathinaikos FC looks on prior to the UEFA Europa Conference League qualifying round match between Lens and Panathinaikos at Stade Bollaert-Delelis on August 22, 2024 in Lens, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images) Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira