Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 22:59 Þorgerður Katrín á fundi varnarmálaráðherranna í dag. Vísir/EPA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira