Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 23:05 Aron Elís Þrándarson, fyrirliði Víkinga, ræðir við dómarann Rohit Saggi í leiknum á móti Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira