Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 23:05 Aron Elís Þrándarson, fyrirliði Víkinga, ræðir við dómarann Rohit Saggi í leiknum á móti Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira