Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2025 16:45 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Þetta segir í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallar. Þar segir að Arion banki sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd að þrátt fyrir fjölmargar hagræðingaraðgerðir íslenskra banka á undanförnum árum þá er kostnaður fjármálakerfisins enn hlutfallslega hár hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er bæði vegna smæðar íslenska hagkerfisins og þeirrar staðreyndar að þrír stærstu bankar landsins eru allir flokkaðir sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa því að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk Evrópusambandsins, sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga, auk séríslenskra reglna.“ Einstakt tækifæri Stjórn bankans sjái því einstakt tækifæri í því að sameina Arion banka og Íslandsbanka. Þannig verði til skilvirkari og öflugri banki sem sé betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina, fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun og styðja við vöxt íslensks efnahagslífs. „Hægt verður að ná fram umtalsverðri samlegð með samruna bankanna og draga þar með úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi neytendum og hluthöfum bankanna til góða.“ Segir heimilin geta sparað sér fimmtíu milljarða Þá segir að Arion banki sé reiðubúinn að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að fimm milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem myndi nást fram við samruna bankanna, skili sér til neytenda. „Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður íslenskra heimila því 50 milljörðum króna fyrir utan annan ávinning og sparnað sem af samrunanum myndi hljótast.“ Bjóða fimm prósenta yfirverð Að auki sé Arion banki reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Í gegnum ríkið og lífeyrissjóði ætti almenningur á Íslandi, með óbeinum hætti, meirihluta í sameinuðum banka. „Arion telur að samruni bankanna myndi uppfylla öll þrjú skilyrði leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lárétta samruna; ávinningur neytenda er verulegur, hann er mælanlegur og næst ekki með öðrum leiðum.“ Í bréfi Arion banka til Íslandsbanka, sem sjá má hér, sé nánar farið yfir þá kosti sem Arion banki sér í samruna bankanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Arion banki Íslandsbanki Kauphöllin Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallar. Þar segir að Arion banki sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd að þrátt fyrir fjölmargar hagræðingaraðgerðir íslenskra banka á undanförnum árum þá er kostnaður fjármálakerfisins enn hlutfallslega hár hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er bæði vegna smæðar íslenska hagkerfisins og þeirrar staðreyndar að þrír stærstu bankar landsins eru allir flokkaðir sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa því að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk Evrópusambandsins, sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga, auk séríslenskra reglna.“ Einstakt tækifæri Stjórn bankans sjái því einstakt tækifæri í því að sameina Arion banka og Íslandsbanka. Þannig verði til skilvirkari og öflugri banki sem sé betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina, fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun og styðja við vöxt íslensks efnahagslífs. „Hægt verður að ná fram umtalsverðri samlegð með samruna bankanna og draga þar með úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi neytendum og hluthöfum bankanna til góða.“ Segir heimilin geta sparað sér fimmtíu milljarða Þá segir að Arion banki sé reiðubúinn að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að fimm milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem myndi nást fram við samruna bankanna, skili sér til neytenda. „Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður íslenskra heimila því 50 milljörðum króna fyrir utan annan ávinning og sparnað sem af samrunanum myndi hljótast.“ Bjóða fimm prósenta yfirverð Að auki sé Arion banki reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Í gegnum ríkið og lífeyrissjóði ætti almenningur á Íslandi, með óbeinum hætti, meirihluta í sameinuðum banka. „Arion telur að samruni bankanna myndi uppfylla öll þrjú skilyrði leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lárétta samruna; ávinningur neytenda er verulegur, hann er mælanlegur og næst ekki með öðrum leiðum.“ Í bréfi Arion banka til Íslandsbanka, sem sjá má hér, sé nánar farið yfir þá kosti sem Arion banki sér í samruna bankanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Arion banki Íslandsbanki Kauphöllin Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira