Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 12:16 Ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira