Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 13:55 Johannes Vall í leik gegn Val á síðustu leiktíð. Hann skoraði gegn Val í dag. vísir/Anton ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur verið í umræðunni vegna tilboðs Víkings í hann í gærkvöld, var með fyrirliðabandið hjá Val í dag, þar sem Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði á bekknum. Gylfi spilaði fram á 83. mínútu þegar honum var skipt af velli. Þá var staðan þegar orðin 1-1. Ómar Björn Stefánsson virtist hafa komið Skagamönnum yfir í kjölfar hornspyrnu í fyrri hálfleik en hann var dæmdur rangstæður. Heimamenn komust hins vegar yfir þegar Johannes Vall vann boltann af Tómasi Bent Magnússyni, nýjum leikmanni Vals sem kom frá ÍBV, framarlega á vinstri kantinum. Svíinn óð með boltann inn í teiginn vinstra megin og skoraði með góðu skoti neðst í fjærhornið, framhjá Selfyssingnum Stefáni Þór Ágústssyni sem stóð í marki Vals. ÍA var því 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn jöfnuðu metin loks rúmum tíu mínútum fyrir leikslok eftir að vítaspyrna var dæmd, að því er virtist fyrir litlar sakir. Patrick Pedersen tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Viktor Jónsson var nálægt því að tryggja ÍA þrjú stig í uppbótartíma en Stefán Þór gerði vel í að verja skalla frá honum í horn. Valsmenn eru nú með fjögur stig í riðli 1, eftir 4-0 sigur gegn Fjölni í fyrstu umferð, en Skagamenn hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum því þeir gerðu 2-2 jafntefli við Vestra fyrir viku. Þróttarar eru efstir í riðlinum eftir sigra gegn Grindavík og Fjölni. Lengjubikar karla ÍA Valur Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur verið í umræðunni vegna tilboðs Víkings í hann í gærkvöld, var með fyrirliðabandið hjá Val í dag, þar sem Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði á bekknum. Gylfi spilaði fram á 83. mínútu þegar honum var skipt af velli. Þá var staðan þegar orðin 1-1. Ómar Björn Stefánsson virtist hafa komið Skagamönnum yfir í kjölfar hornspyrnu í fyrri hálfleik en hann var dæmdur rangstæður. Heimamenn komust hins vegar yfir þegar Johannes Vall vann boltann af Tómasi Bent Magnússyni, nýjum leikmanni Vals sem kom frá ÍBV, framarlega á vinstri kantinum. Svíinn óð með boltann inn í teiginn vinstra megin og skoraði með góðu skoti neðst í fjærhornið, framhjá Selfyssingnum Stefáni Þór Ágústssyni sem stóð í marki Vals. ÍA var því 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn jöfnuðu metin loks rúmum tíu mínútum fyrir leikslok eftir að vítaspyrna var dæmd, að því er virtist fyrir litlar sakir. Patrick Pedersen tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Viktor Jónsson var nálægt því að tryggja ÍA þrjú stig í uppbótartíma en Stefán Þór gerði vel í að verja skalla frá honum í horn. Valsmenn eru nú með fjögur stig í riðli 1, eftir 4-0 sigur gegn Fjölni í fyrstu umferð, en Skagamenn hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum því þeir gerðu 2-2 jafntefli við Vestra fyrir viku. Þróttarar eru efstir í riðlinum eftir sigra gegn Grindavík og Fjölni.
Lengjubikar karla ÍA Valur Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira