Lengjubikar karla

Fréttamynd

ÍR heldur á­fram að hrella liðin úr Bestu deildinni

Eftir að hafa steinlegið gegn Aftureldingu fyrir viku síðan, í leik sem endaði 6-3, unnu FH-ingar öruggan 3-0 sigur gegn HK í Kórnum í kvöld, í Lengjubikar karla í fótbolta. Afturelding tapaði hins vegar 3-1 fyrir ÍR-ingum sem halda áfram að gera góða hluti í keppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Púslu­spilið gekk ekki upp“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjöl­menni í Breið­holti

Lokaumferð deildarkeppni Lengjudeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardag og getur ÍBV með sigri á Leikni Reykjavík í Breiðholti tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni að ári. Nú hefur ferðin verið gerð talsvert ódýrari fyrir Eyjafólk í von um að stuðningurinn hjálpi liðinu að tryggja sætið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrr­verandi þjálfari Gróttu eftir­sóttur

Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Flottur sigur og heilt yfir fín frammi­staða“

Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri stein­lá í fyrsta leik Eiðs Arons

Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“

Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki.

Fótbolti
  • «
  • 1
  • 2