Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar 15. febrúar 2025 15:01 Það besta við Hvammsvirkjunarfrumvarpið er að þar er ekki minnst á Hvammsvirkjun. Þetta eru ekki sérlög um tiltekna virkjunarframkvæmd eins og tíðkaðist á síðustu öld, áður en við eignuðumst umhverfislöggjöf og rammaáætlun. Þegar litast er um í frumvarpinu og þvi regluverki sem því kemur við, þá er það svo sannarlega flutt sem sérstakt lagafrumvarp um þessa virkjun – enda liggur flutningsmaður ekkert á því – en þessutan breytir það þeim reglum sem um hefur verið þokkalegt samkomulag síðustu ár, sýnist geta haft hættulegar afleiðingar fyrir náttúru landsins, og kynni að leiða til nýrra málaferla og átaka – jafnvel á evrópskum vettvangi. Frumhlaup? Meira um það seinna kannski, en manni bregður óneitanlega nokkuð við óvenjulega harðorða yfirlýsingu sex samtaka á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Þar segir að þessu megi líkja við það að „breyta leikreglunum í miðjum leik“ og að frumvarpið sé „lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla“ – en „blaut tuska“ framan í alla þá „sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða“. Ha? Frumvarp frá umhverfisráðherra úr Samfylkingunni? Til hvers er Hæstiréttur? Einsog allir vita er hin beina ástæða frumvarpsins héraðsdómsúrskurður sem stoppaði áform um Hvammsvirkjun. Sá sem fyrir varð, Landsvirkjun, áfrýjaði strax til Hæstaréttar (og fékk að hlaupa yfir Landsrétt). Er þá ekki eðlilegast að ríkisstjórn og alþingi hinkri eftir Hæstarétti? Talað er um réttaróvissu eftir úrskurð héraðsdóms, sem er alveg rétt – en málið er alls ekki búið, og er ennþá hjá dómsvaldinu. Þrískipting ríkisvaldsins og Montesqieu, muniði? Og svo er auðvitað ýmisleg spurning um afturvirkni hinna væntanlegu lagaákvæða. Sjálfsagt mál Ég held að í sjálfu sé ágætur sá tilgangur frumvarpsins að taka af þann vafa að vatnamálalögin komi í veg fyrir hverskonar framkvæmdir sem varða vötn og ár – eða hin frægu vatnshlot. Það kom okkur aldrei til hugar í umhverfisnefnd alþingis á sínum tíma. Hinsvegar segir í þeim lögum að það þurfi að sýna fram á að almannaheill sé undir ef framkvæmdir geta spillt vatnshlotunum. Þessi vafi er af tekinn með þeirri viðbót um „framkvæmdir“ sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu í tilteknum lið vatnamálalaganna. Punktur, basta. Takk. Gullhúðun! En svo eru önnur ákvæði í frumvarpinu, og þau koma þessu virkjunarklúðri Landsvirkjunar og Héraðsdóms Reykjavíkur ekkert við: Sérstök hraðleið fyrir framkvæmdir í basli, og svo splunkuný skilgreining á niðurstöðum í rammaáætlun, sem virðist í talsverðu ósamræmi við prinsippin sem þar liggja að baki. Fyrst ráðherrann og ríkisstjórnin hafa áhuga á svona breytingunm er bara eðlilegt að setja þær í umræðu, í samfélaginu og á þingi – en það er ekki rétta leiðin að skjóta mikivægum ákvörðunum af þessu tagi inn í þingmál þar sem á að „leiðrétta“ túlkun tiltekins ákvæðis í tilteknum lögum, og beðið um sem hraðasta meðferð á alþingi. Núna er í tísku að andæfa svokallaðri gullhúðun sem oft fylgi íslenskun á evrópsku regluverki – þar sem ráðuneytin og þingið bæti ýmsum „íþyngjandi“ ákvæðum við pakkana frá Brüssel og svindli þeim þannig inn í lögbókina. En nú er komin séríslensk gullhúðun! Í staðinn fyrir almenna umræðu og virka þinglega meðferð eru flýtiákvæðin og nýtingarflokks-skilgreiningin orðin að gylltum fylgifiskum þessarar einföldu lagfæringar í tilefni af héraðsdómi. Rétt að minna á að frumvarpið góða var ekki einusinni sett í samráðsgátt stjórnvalda – sem haghafar og stjórnsýslufræðingar telja eina helstu tæknilegu og lýðræðislegu framför síðari ára. Það er kannski skiljanlegt um framkvæmdarákvæðið – en ekki um restina. Þetta er vont, og er vont fordæmi. Var ekki komin ný ríkisstjórn? Ráð handa þingnefndinni: Klippa Ég legg þetta til við umhverfisnefnd alþingis: Klippið út úr frumvarpinu allt nema „lagfæringuna“ í a-lið 2. greinar. Hitt á heima í sérstöku þingmáli, einu eða fleirum, sem byggð verði á umræðu í samfélaginu og meðal allra haghafa, undirbúið meðal annars með óskum um athugasemdir í samráðsgátt stjórnvalda, og þannig staðið að þinglegri meðferð að tími gefist til vandaðrar vinnu í þingnefnd og umræðum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það besta við Hvammsvirkjunarfrumvarpið er að þar er ekki minnst á Hvammsvirkjun. Þetta eru ekki sérlög um tiltekna virkjunarframkvæmd eins og tíðkaðist á síðustu öld, áður en við eignuðumst umhverfislöggjöf og rammaáætlun. Þegar litast er um í frumvarpinu og þvi regluverki sem því kemur við, þá er það svo sannarlega flutt sem sérstakt lagafrumvarp um þessa virkjun – enda liggur flutningsmaður ekkert á því – en þessutan breytir það þeim reglum sem um hefur verið þokkalegt samkomulag síðustu ár, sýnist geta haft hættulegar afleiðingar fyrir náttúru landsins, og kynni að leiða til nýrra málaferla og átaka – jafnvel á evrópskum vettvangi. Frumhlaup? Meira um það seinna kannski, en manni bregður óneitanlega nokkuð við óvenjulega harðorða yfirlýsingu sex samtaka á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Þar segir að þessu megi líkja við það að „breyta leikreglunum í miðjum leik“ og að frumvarpið sé „lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla“ – en „blaut tuska“ framan í alla þá „sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða“. Ha? Frumvarp frá umhverfisráðherra úr Samfylkingunni? Til hvers er Hæstiréttur? Einsog allir vita er hin beina ástæða frumvarpsins héraðsdómsúrskurður sem stoppaði áform um Hvammsvirkjun. Sá sem fyrir varð, Landsvirkjun, áfrýjaði strax til Hæstaréttar (og fékk að hlaupa yfir Landsrétt). Er þá ekki eðlilegast að ríkisstjórn og alþingi hinkri eftir Hæstarétti? Talað er um réttaróvissu eftir úrskurð héraðsdóms, sem er alveg rétt – en málið er alls ekki búið, og er ennþá hjá dómsvaldinu. Þrískipting ríkisvaldsins og Montesqieu, muniði? Og svo er auðvitað ýmisleg spurning um afturvirkni hinna væntanlegu lagaákvæða. Sjálfsagt mál Ég held að í sjálfu sé ágætur sá tilgangur frumvarpsins að taka af þann vafa að vatnamálalögin komi í veg fyrir hverskonar framkvæmdir sem varða vötn og ár – eða hin frægu vatnshlot. Það kom okkur aldrei til hugar í umhverfisnefnd alþingis á sínum tíma. Hinsvegar segir í þeim lögum að það þurfi að sýna fram á að almannaheill sé undir ef framkvæmdir geta spillt vatnshlotunum. Þessi vafi er af tekinn með þeirri viðbót um „framkvæmdir“ sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu í tilteknum lið vatnamálalaganna. Punktur, basta. Takk. Gullhúðun! En svo eru önnur ákvæði í frumvarpinu, og þau koma þessu virkjunarklúðri Landsvirkjunar og Héraðsdóms Reykjavíkur ekkert við: Sérstök hraðleið fyrir framkvæmdir í basli, og svo splunkuný skilgreining á niðurstöðum í rammaáætlun, sem virðist í talsverðu ósamræmi við prinsippin sem þar liggja að baki. Fyrst ráðherrann og ríkisstjórnin hafa áhuga á svona breytingunm er bara eðlilegt að setja þær í umræðu, í samfélaginu og á þingi – en það er ekki rétta leiðin að skjóta mikivægum ákvörðunum af þessu tagi inn í þingmál þar sem á að „leiðrétta“ túlkun tiltekins ákvæðis í tilteknum lögum, og beðið um sem hraðasta meðferð á alþingi. Núna er í tísku að andæfa svokallaðri gullhúðun sem oft fylgi íslenskun á evrópsku regluverki – þar sem ráðuneytin og þingið bæti ýmsum „íþyngjandi“ ákvæðum við pakkana frá Brüssel og svindli þeim þannig inn í lögbókina. En nú er komin séríslensk gullhúðun! Í staðinn fyrir almenna umræðu og virka þinglega meðferð eru flýtiákvæðin og nýtingarflokks-skilgreiningin orðin að gylltum fylgifiskum þessarar einföldu lagfæringar í tilefni af héraðsdómi. Rétt að minna á að frumvarpið góða var ekki einusinni sett í samráðsgátt stjórnvalda – sem haghafar og stjórnsýslufræðingar telja eina helstu tæknilegu og lýðræðislegu framför síðari ára. Það er kannski skiljanlegt um framkvæmdarákvæðið – en ekki um restina. Þetta er vont, og er vont fordæmi. Var ekki komin ný ríkisstjórn? Ráð handa þingnefndinni: Klippa Ég legg þetta til við umhverfisnefnd alþingis: Klippið út úr frumvarpinu allt nema „lagfæringuna“ í a-lið 2. greinar. Hitt á heima í sérstöku þingmáli, einu eða fleirum, sem byggð verði á umræðu í samfélaginu og meðal allra haghafa, undirbúið meðal annars með óskum um athugasemdir í samráðsgátt stjórnvalda, og þannig staðið að þinglegri meðferð að tími gefist til vandaðrar vinnu í þingnefnd og umræðum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður fyrir Samfylkinguna.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun