ÍR er núna með 11 stig eftir 16 leiki og fjarlægðist með sigrinum fallsvæðið. Þetta var þriðji sigur liðsins eftir áramót og hefur ÍR verið á góðu skriði eftir að hafa tapað 29-28 gegn Stjörnunni í síðasta leiknum fyrir vetrarfríið í nóvember og desember.
Samkvæmt HB Statz náði ÍR hreint ótrúlegum kafla í seinni hluta fyrri hálfleiks, og fram í seinni hálfleik, þegar liðið breyttu stöðunni úr 9-9 í 20-9 með því að skora ellefu mörk í röð án þess að fá á sig eitt einasta mark.
Sigurinn var því svo gott sem í höfn snemma í seinni hálfleik en lokatölur urðu eins og fyrr segir 28-20.
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir voru markahæstar hjá ÍR með fimm mörk hvor og Katrín Tinna Jensdóttir skoraði fjögur. Hjá Stjörnunni var Eva Björk Davíðsdóttir markahæst með sex mörk og Embla Steindórsdóttir skoraði fimm.