Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:08 Jacob Kiplimo hefur unnið til fjölda verðlauna í hlaupum og meðal annars bronsverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikum, í Tókýó 2021. Getty/Tim Clayton Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni. Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira