Bankarnir áður svikið neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2025 20:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar.
Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira