Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 23:31 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. EPA/JIM LO SCALZO Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. Um er að ræða MK-84 sprengjur. Ein sprengja vegur um 907 kílógrömm og getur eyðilagt þykka steypu og málma segir í umfjöllun Reuters. Ísraelar hafa áður fengið mörg vopn frá Bandaríkjunum. „Vopnasendingin sem barst til Ísrael í kvöld, sem Trump-stjórnin sendi, er mikilvæg eign fyrir flugherinn og ísraelska herinn og þjónar sem frekari sönnun fyrir sterku bandalagi Ísraels og Bandaríkjanna,“ sagði Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael. Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, frestaði þá ótímabundið sendingu sprengja af þessari stærð í maí 2024 vegna áhrifanna sem þær gæti haft á almenning á Gasa. Á sama tíma stöðvaði hann sendingar á sprengjum sem vega 227 kílógrömm en felldi ákvörðunina úr gildi í júlí sama ár. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi alveg úr gildi ákvörðun forvera síns. Því voru MK-84 sprengjurnar sendar af stað til Ísrael. „Þeir gerðu samning um vopnin fyrir löngu síðan við Biden stjórnina og svo vildi Biden ekki afhenda vopnin. En ég lít á þetta öðruvísi. Ég segi friður í gegnum styrk,“ sagði Trump. Nú er í gildi vopnahlé í átökunum á milli Ísrael og Palestínu en er það ekki talið standa styrkum fótum. Báðar hliðar hafa sakað hvor aðra um að brjóta gegn vopnahléinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Um er að ræða MK-84 sprengjur. Ein sprengja vegur um 907 kílógrömm og getur eyðilagt þykka steypu og málma segir í umfjöllun Reuters. Ísraelar hafa áður fengið mörg vopn frá Bandaríkjunum. „Vopnasendingin sem barst til Ísrael í kvöld, sem Trump-stjórnin sendi, er mikilvæg eign fyrir flugherinn og ísraelska herinn og þjónar sem frekari sönnun fyrir sterku bandalagi Ísraels og Bandaríkjanna,“ sagði Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael. Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, frestaði þá ótímabundið sendingu sprengja af þessari stærð í maí 2024 vegna áhrifanna sem þær gæti haft á almenning á Gasa. Á sama tíma stöðvaði hann sendingar á sprengjum sem vega 227 kílógrömm en felldi ákvörðunina úr gildi í júlí sama ár. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi alveg úr gildi ákvörðun forvera síns. Því voru MK-84 sprengjurnar sendar af stað til Ísrael. „Þeir gerðu samning um vopnin fyrir löngu síðan við Biden stjórnina og svo vildi Biden ekki afhenda vopnin. En ég lít á þetta öðruvísi. Ég segi friður í gegnum styrk,“ sagði Trump. Nú er í gildi vopnahlé í átökunum á milli Ísrael og Palestínu en er það ekki talið standa styrkum fótum. Báðar hliðar hafa sakað hvor aðra um að brjóta gegn vopnahléinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira