Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Svana Helen segir vilja fyrir því að skipuleggja verkefni betur svo færri þeirra fari fram úr áætlun í kostnaði. Bylgjan Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. „Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“ Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“
Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira