Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir og Stefanía Gísladóttir skrifa 19. febrúar 2025 17:00 Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun