Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 13:11 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira