Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:47 Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist hafa fengið ávítur frá Bryndísi Haladsdóttur þingmanni SJálfstæðisflokksins vegna klæðaburðar í gær. Hún segist þó einungis hafa veitt Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni kurteisislegar ábendingar. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni. Alþingi Viðreisn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni.
Alþingi Viðreisn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira