Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:50 Trump sagðist ánægður með hugmyndir um friðargæsluliða frá Bretlandi og Frakklandi en Rússar hafa alfarið hafnað henni. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira