Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:02 Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun