Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 17:55 Mennirnir virðast ekki á eitt hvernig samkomulagið var. Vísir/Jakob Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03