Traustið við frostmark Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 09:39 Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar. Vísir/Vilhelm Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar
Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent