Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 21:04 Jón Pétur Zimsen hefur sterkar skoðanir á áföstum töppum. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum. Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum.
Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira