Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að menn hafi verið sendir á vettvang á fjór- og sexhjólum til að flytja manninn niður fjallið.
Hann segir að maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en að áverkar hans séu ekki alvarlegir „en nægilega miklir til að þurfa aðstoð niður.“