Rómverjar og FCK sneru við dæminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 20:29 Dybala fór mikinn í liði Roma. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira