Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:57 Baldwin-hjónin hafa opnað sig um erfiðleika fjölskyldunnar og geðheilbrigði Alecs eftir að hann varð áhættuleikara óvart að bana árið 2021. Getty Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður. Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður.
Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27