Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:57 Baldwin-hjónin hafa opnað sig um erfiðleika fjölskyldunnar og geðheilbrigði Alecs eftir að hann varð áhættuleikara óvart að bana árið 2021. Getty Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður. Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður.
Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27