Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:33 Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun