Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konudagur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun