Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:00 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun