Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 16:36 Haukur Þrastarson virðist vera að taka afar spennandi skref á sínum handboltaferli. vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira