Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 17:27 Guðrún og Áslaug Arna tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira