Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir og Eydís Arna Líndal skrifa 25. febrúar 2025 09:04 Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun