Skoðun

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!

Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Ég er nemandi á fyrsta ári í menntó og á mjög erfitt með lestur. Kannski gæti ég verið með ógreinda adhd eða kannski er Tiktok bara búið að hafa þau áhrif að ég hef ekki athyglina í lestur lengur, en ég trúi því samt að mér myndi ganga mun betur með lesturinn ef menntakerfið myndi aðlagast slíkum þörfum eins og að gefa ógreindum nemendum aðgang að hljóðbókasafninu eða öðrum hjálpartækjum til að auðvelda nemendum námið.

Það er margt sem þarf að breyta í skólum og í raun þarf að endurhugsa allt menntakerfið. En eitt sem myndi hjálpa nemendum gríðarlega mikið með lesturinn er aðgangur að hljóðbókasafninu. Ég held að flestir kennarar ættu að vera sammála því, og ég skil bara ekki afhverju allir nemendur hafa ekki aðgang á safninu nú þegar. Þetta myndi auka áhugann á lestri hjá nemendum, auka íslensku kunnáttuna og ótal margt annað sem gæti haft góð áhrif.

Meira að segja nemendur með greinda lesblindu, adhd eða aðrar geiningar hafa ekki einu sinni aðgang, annaðhvort af því að þau vita ekki hvernig þau nálgast þess eða jafnvel vita kennarar það ekki heldur. Svo eru það þau sem eru ógreind t.d. af því að biðtíminn er of langur, þau detta alveg afturúr í námi sem er í þeirra höndum að leysa. Hljóðbókasafnið á að vera túl fyrir nemendur til að hjálpa þeim með lesturinn og mér finnst ekki nógu margir átta sig á því.

Höfundur er nemandi.




Skoðun

Sjá meira


×