Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun