Flugbrautin opnuð á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2025 18:31 Búið er að fella ásættanlegan fjölda trjáa og flugbrautin verður opnuð á ný á morgun. Vísir/Einar Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent