Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar 27. febrúar 2025 10:30 Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Sjá meira
Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar