Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar 27. febrúar 2025 10:30 Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun