Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:22 Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir jákvætt að það haldi áfram að draga úr verðbólgu og gefa von um frekari lækkun stýrivaxta. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“ Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22