Ágúst tekur við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni sem hafði gengt henni í ellefu ár. Ásgeir ætlar ekki að segja skilið við handboltann því hann ætlar að bjóða sig fram til varaformanns HSÍ.
Ágúst sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2021-24. Hann var einnig aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar og framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.
Þrjú önnur komu ný inn í stjórn handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær. Þetta eru þau Gestur Steinþórsson, Tryggvi Rafnsson og Birna Íris Helgadóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu kvennaliðs FH.
Auk Ásgeirs gengu Auður Reykdal Runólfsdóttir, Sverrir Reynisson og Örn Eyfjörð Jónsson úr stjórn handknattleiksdeildar FH á aðalfundinum í gær.
Karlalið FH er í toppsæti Olís-deildarinnar en kvennaliðið í 7. sæti Grill 66 deildarinnar.