„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2025 15:49 Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs. Vísir/Vilhelm Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. Í Pallborðinu á Vísi, undir stjórn Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns, mættu Líf Magneudóttir, VG, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fyrir hönd meirihlutans þeim Hildi Björnsdóttur, Sjálfstæðisflokki, og Einari Þorsteinssyni, Framsókn. Farið var um víðan völl en meðal þess sem bar á góma voru metnaðarfull markmið hins nýja meirihluta um húsnæðisuppbyggingu. Því hefur verið fleygt fram að byggja eigi tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Helga sagði mikið ákall innan Flokks fólksins um aukna húsnæðisuppbyggingu. Hún sagði misskilnings gæta um að áformað væri að byggja eingöngu upp félagslegt húsnæði, þótt vissulega yrði félagsleg blöndun í verkefninu. Byrjað yrði á svæði fyrir um 3.500 íbúðir sem hægt væri að ráðast hratt í að byggja. Líf sagði nýja nálgun á húsnæðismálin byggja á því að unnið yrði með verkalýðshreyfingunni. Þar væri undir húsnæði fyrir alla Reykvíkinga, ekki aðeins félagsmenn verkalýðsfélaganna. Kerfið í borginni of þungt Hildur sagði að henni litist illa á áform meirihlutans, en gaf þó þann fyrirvara að hann ætti enn eftir að sýna betur á spilin hvað þetta varðaði. Veruleikinn væri sá að byggja þyrfti upp mikið húsnæði í borginni, uppsafnaður húsnæðisvandi væri mikill til framtíðar og yrði ekki leystur á þessu kjörtímabili. Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, eru gagnrýnin á hugmyndir nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við heyrum það frá verktökum og þeim sem standa að húsnæðisuppbyggingu, að þeir sækist frekar eftir því að byggja í nágrannasveitarfélögum. Ekki bara vegna þess að þar er framboð af lóðum heldur líka vegna þess að kerfið í Reykjavík er mjög þungt. Þar eru kvaðir og kröfur mjög miklar, tafir geta líka verið mjög miklar, með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Þannig að fólki þykir þungt að byggja hér í Reykjavík.“ Hildur sagðist hlakka til að heyra nánar um útfærslu á félagslegri blöndun, en sagði að einnig þyrfti að byggja á markaðsforsendum og tryggja nægt framboð á húsnæði. Efins um að hugur fylgi máli meirihlutans Einar Þorsteinsson, sem var borgarstjóri þar til nýr meirihluti tók við, sagðist hafa áhyggjur af því að hugur fylgdi ekki máli hjá öllum meirihlutaflokkunum. „Ég veit að Flokkur fólksins hefur mikinn metnað fyrir því að grípa til mikillar uppbyggingar þarna uppi í Úlfarsárdal. En við vitum það alveg að Samfylking og Píratar, og líklega Vinstri græn, hafa þá skoðun að það sé skynsamlegast að halda áfram og einblína á þéttingaráformin og byggja meðfram Borgarlínu. Þetta er allt saman skynsamlegt, Keldnalandið sé væntanlega á undan í uppbyggingunni og þetta eru sjónarmiðin sem hafa verið uppi. Við höfum verið að segja: Það þarf meira. Það þarf að setja fleiri báta af stað, því eftirspurnin er svo mikil,“ sagði Einar. Það veki því áhyggjur hjá honum að heyra nýjan borgarstjóra tala um að áætlun um uppbyggingu sé til tuttugu, þrjátíu eða jafnvel fjörutíu ára. Boða nýja nálgun Helga sagði að í áformunum fælist stefnubreyting sem snerist einfaldlega um að brjóta, eða jafnvel nema, land. „Við verðum að vera skynsöm. Það er þannig að við erum líka skynsöm að segja að þetta taki mörg ár,“ sagði Helga. Aðkomu fleiri sveitarfélag þurfi, en ýta þurfi verkefninu úr vör. Líf Magneudóttir er oddviti VG og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm Líf bætti því við að skipulagsvinna geti verið tæknilega flókin, þegar rætt er um aðalskipulag, vaxtarmörk og svæðisskipulag. „Það sem liggur hér til grundvallar er ný nálgun, samhliða því að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur,“ sagði Líf. Í því fælist þó ekki að falla frá skipulagi reita sem tilbúnir væru til uppbyggingar. Töluðu hvort ofan í annað og Helga bað um fókus Einar spurði þá hvort vaxtarmörk væru undir, en Líf sagði að þeim yrði ekki breytt nema í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, „Mun þá þessi meirihluti styðja það að vaxtarmörkin verði færð út?“ spurði Einar. Líf svaraði því til að slíkt yrði rætt á vettvangi nefndarinnar eftir kosningar. Hildur spurði þá hvort ekki hefði náðst samstaða um vaxtarmörkin í nýjum meirihluta. „Við höfum lagt til að það verði skoðað og rætt. Það tókst Einari ekki að gera,“ sagði Líf. „Samstaða um það að skoða og ræða, sem var akkúrat staðan í síðasta meirihluta um erfiðar ákvarðanir. Að skoða þær og ræða þær, en taka ekki ákvarðanir,“ sagði Einar. Líf svaraði því til að ákvörðun um að færa út vaxtarmörkin yrði tekin hjá svæðisskipulagsnefnd, og að samstaða yrði að ríkja um slíka ákvörðun þar. „En borgin verður að leiða það. Borgin verður að hafa skoðun og vera jákvæð,“ sagði Einar. Þegar þarna er komið sögu voru oddvitarnir farnir að tala hver ofan í annan, þar til Berghildur náði að stýra þeim aftur inn á rétta braut, með eilítilli hjálp frá Helgu Þórðardóttur. „Við skulum aðeins róa okkur, fókus,“ sagði Helga, áður en hægt var að halda umræðum áfram. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í Pallborðinu á Vísi, undir stjórn Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns, mættu Líf Magneudóttir, VG, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fyrir hönd meirihlutans þeim Hildi Björnsdóttur, Sjálfstæðisflokki, og Einari Þorsteinssyni, Framsókn. Farið var um víðan völl en meðal þess sem bar á góma voru metnaðarfull markmið hins nýja meirihluta um húsnæðisuppbyggingu. Því hefur verið fleygt fram að byggja eigi tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Helga sagði mikið ákall innan Flokks fólksins um aukna húsnæðisuppbyggingu. Hún sagði misskilnings gæta um að áformað væri að byggja eingöngu upp félagslegt húsnæði, þótt vissulega yrði félagsleg blöndun í verkefninu. Byrjað yrði á svæði fyrir um 3.500 íbúðir sem hægt væri að ráðast hratt í að byggja. Líf sagði nýja nálgun á húsnæðismálin byggja á því að unnið yrði með verkalýðshreyfingunni. Þar væri undir húsnæði fyrir alla Reykvíkinga, ekki aðeins félagsmenn verkalýðsfélaganna. Kerfið í borginni of þungt Hildur sagði að henni litist illa á áform meirihlutans, en gaf þó þann fyrirvara að hann ætti enn eftir að sýna betur á spilin hvað þetta varðaði. Veruleikinn væri sá að byggja þyrfti upp mikið húsnæði í borginni, uppsafnaður húsnæðisvandi væri mikill til framtíðar og yrði ekki leystur á þessu kjörtímabili. Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, eru gagnrýnin á hugmyndir nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við heyrum það frá verktökum og þeim sem standa að húsnæðisuppbyggingu, að þeir sækist frekar eftir því að byggja í nágrannasveitarfélögum. Ekki bara vegna þess að þar er framboð af lóðum heldur líka vegna þess að kerfið í Reykjavík er mjög þungt. Þar eru kvaðir og kröfur mjög miklar, tafir geta líka verið mjög miklar, með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Þannig að fólki þykir þungt að byggja hér í Reykjavík.“ Hildur sagðist hlakka til að heyra nánar um útfærslu á félagslegri blöndun, en sagði að einnig þyrfti að byggja á markaðsforsendum og tryggja nægt framboð á húsnæði. Efins um að hugur fylgi máli meirihlutans Einar Þorsteinsson, sem var borgarstjóri þar til nýr meirihluti tók við, sagðist hafa áhyggjur af því að hugur fylgdi ekki máli hjá öllum meirihlutaflokkunum. „Ég veit að Flokkur fólksins hefur mikinn metnað fyrir því að grípa til mikillar uppbyggingar þarna uppi í Úlfarsárdal. En við vitum það alveg að Samfylking og Píratar, og líklega Vinstri græn, hafa þá skoðun að það sé skynsamlegast að halda áfram og einblína á þéttingaráformin og byggja meðfram Borgarlínu. Þetta er allt saman skynsamlegt, Keldnalandið sé væntanlega á undan í uppbyggingunni og þetta eru sjónarmiðin sem hafa verið uppi. Við höfum verið að segja: Það þarf meira. Það þarf að setja fleiri báta af stað, því eftirspurnin er svo mikil,“ sagði Einar. Það veki því áhyggjur hjá honum að heyra nýjan borgarstjóra tala um að áætlun um uppbyggingu sé til tuttugu, þrjátíu eða jafnvel fjörutíu ára. Boða nýja nálgun Helga sagði að í áformunum fælist stefnubreyting sem snerist einfaldlega um að brjóta, eða jafnvel nema, land. „Við verðum að vera skynsöm. Það er þannig að við erum líka skynsöm að segja að þetta taki mörg ár,“ sagði Helga. Aðkomu fleiri sveitarfélag þurfi, en ýta þurfi verkefninu úr vör. Líf Magneudóttir er oddviti VG og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm Líf bætti því við að skipulagsvinna geti verið tæknilega flókin, þegar rætt er um aðalskipulag, vaxtarmörk og svæðisskipulag. „Það sem liggur hér til grundvallar er ný nálgun, samhliða því að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur,“ sagði Líf. Í því fælist þó ekki að falla frá skipulagi reita sem tilbúnir væru til uppbyggingar. Töluðu hvort ofan í annað og Helga bað um fókus Einar spurði þá hvort vaxtarmörk væru undir, en Líf sagði að þeim yrði ekki breytt nema í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, „Mun þá þessi meirihluti styðja það að vaxtarmörkin verði færð út?“ spurði Einar. Líf svaraði því til að slíkt yrði rætt á vettvangi nefndarinnar eftir kosningar. Hildur spurði þá hvort ekki hefði náðst samstaða um vaxtarmörkin í nýjum meirihluta. „Við höfum lagt til að það verði skoðað og rætt. Það tókst Einari ekki að gera,“ sagði Líf. „Samstaða um það að skoða og ræða, sem var akkúrat staðan í síðasta meirihluta um erfiðar ákvarðanir. Að skoða þær og ræða þær, en taka ekki ákvarðanir,“ sagði Einar. Líf svaraði því til að ákvörðun um að færa út vaxtarmörkin yrði tekin hjá svæðisskipulagsnefnd, og að samstaða yrði að ríkja um slíka ákvörðun þar. „En borgin verður að leiða það. Borgin verður að hafa skoðun og vera jákvæð,“ sagði Einar. Þegar þarna er komið sögu voru oddvitarnir farnir að tala hver ofan í annan, þar til Berghildur náði að stýra þeim aftur inn á rétta braut, með eilítilli hjálp frá Helgu Þórðardóttur. „Við skulum aðeins róa okkur, fókus,“ sagði Helga, áður en hægt var að halda umræðum áfram. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira