„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Haukur Guðmundsson er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Mynd/Víðir B Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Vitundarvakningin er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem var samþykkt á Alþingi í fyrra og samanstendur af alls sextíu aðgerðum. Vitundarvakningin er sú fyrsta. „Við fengum styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Myndbandið er til að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Þess vegna völdum við lagið Hjálpum þeim,“ segir Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Betri lausnir í sameiningu Haukur segir lagið neyðaraðstoð Átaks. Í yfirlýsingu sem fylgdi útgáfu lagsins segir að margt fólk á Íslandi hafi áhyggjur af því að fatlað fólk kosti of mikla peninga. „En ekki örvænta! Við í Átaki höfum safnað liði og erum komin til að bjarga málunum,“ segir í tilkynningunni og að í myndbandinu sýni þau hvernig hægt er að spara peninga og vinnu með því að hlusta á fólk með þroskahömlun. Við vitum að þið eruð að reyna! En með raunverulegri hjálp frá okkur finnum við betri lausnir í sameiningu.“ Haukur segir mikilvægt að fjallað sé um málefni fatlaðs fólks. „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum. Það er erfitt með til dæmis húsnæðismál og að fá ekki sambærileg laun. Við eigum oft erfitt með að fá vinnu, kannski af því að við fáum ekki alltaf að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það eru einhverjir aðrir að taka ákvarðanir fyrir okkur, þau eru ekki endilega að spyrja okkur um hvað við viljum.“ Frá gerð myndbandsins.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Það þurfi því að tala meira um hindranir fatlaðra svo ófatlaðir skilji það betur. „Það er til dæmis að fatlaðir fá ekkert alltaf tækifæri á almennum vinnumarkaði. Þeir eru meira á vernduðum vinnustöðum þar sem þeir fá lítil laun eða jafnvel ekki neitt. Atvinnurekendur á almennum vinnustöðum eru ekki alveg tilbúnir að gefa fötluðum tækifæri í samráði við þá, að leysa hvaða verkefni þeir geta unnið eða hversu lengi þeir geta unnið.“ Hann segir Átak mikilvægt félag. „Við erum baráttufélag, hagsmunafélag fyrir fatlað fólk,“ segir Haukur og að það sem aðskilji félagið frá öðrum hagsmunafélögum sé að í stjórn séu bara fólk með þroskahömlun „Við montum okkur svolítið af því. Ekkert um okkur án okkar.“ Liður í lögfestingu Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ríkisstjórnin setti það á stefnuskrá sína að lögfesta samninginn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins fyrr í þessari viku kom fram að annar hluti af aðgerð sem snýr að vitundarvakningunni sé vefurinn Fyrir okkur öll sem fór í loftið fyrir nokkrum dögum. Átak kom ekki beint að þeim vef en samstarfsaðilar þar eru ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp, Geðhjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga. Myndbandið var frumsýnt í vikunni.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Á vefnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um fatlað fólk, landsáætlunina og aðgerðirnar sem henni fylgja. Þá er einnig að finna þar reynslusögur sem fjalla um hindranir í daglegu lífi fatlaðs fólks. Erfitt í búningsklefanum „Ég elska að fara í sund en á erfitt með búningsklefann, þar er svo mikið kaos. Af því að ég ber ekki fötlunina mína utan á mér þarf ég oft að hafa mikið fyrir því að fá leyfi til að nota einstaklingsklefann. Mig langar bara að geta farið í pottinn án þess að þurfa að sanna að ég sé fatlaður,“ segir í einni sögunni og í annarri: „Ég get ekki keypt mér bíómiða á sama hátt og annað fólk. Ég er með fötlun sem gerir mér erfitt fyrir að muna tölur og lykilorð og án þeirra get ég ekki auðkennt mig. Það þurfa að vera fleiri leiðir til að sanna hver maður er.“ Þá fjallar ein sagan um vinnu: „Ég var einn frammi í afgreiðslunni um daginn og þá kom maður og spurði hvort það væri enginn að vinna hérna. Samt var ég í peysu með merkinu. Hann hélt bara að af því ég væri fatlaður þá gæti ég ekki verið að vinna hérna. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“ „Við verðum að auka sýnileika fatlaðs fólks. Lyfta upp veruleika þess og sömuleiðis ómetanlegu framlagi þess til samfélagsins. Vitundarvakningunni er ætlað að gera einmitt þetta og undirstrika um leið réttindi okkar fatlaðs fólks. Samfélagið verður svo miklu betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í vikunni. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tónlist Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Vitundarvakningin er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem var samþykkt á Alþingi í fyrra og samanstendur af alls sextíu aðgerðum. Vitundarvakningin er sú fyrsta. „Við fengum styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Myndbandið er til að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Þess vegna völdum við lagið Hjálpum þeim,“ segir Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Betri lausnir í sameiningu Haukur segir lagið neyðaraðstoð Átaks. Í yfirlýsingu sem fylgdi útgáfu lagsins segir að margt fólk á Íslandi hafi áhyggjur af því að fatlað fólk kosti of mikla peninga. „En ekki örvænta! Við í Átaki höfum safnað liði og erum komin til að bjarga málunum,“ segir í tilkynningunni og að í myndbandinu sýni þau hvernig hægt er að spara peninga og vinnu með því að hlusta á fólk með þroskahömlun. Við vitum að þið eruð að reyna! En með raunverulegri hjálp frá okkur finnum við betri lausnir í sameiningu.“ Haukur segir mikilvægt að fjallað sé um málefni fatlaðs fólks. „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum. Það er erfitt með til dæmis húsnæðismál og að fá ekki sambærileg laun. Við eigum oft erfitt með að fá vinnu, kannski af því að við fáum ekki alltaf að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það eru einhverjir aðrir að taka ákvarðanir fyrir okkur, þau eru ekki endilega að spyrja okkur um hvað við viljum.“ Frá gerð myndbandsins.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Það þurfi því að tala meira um hindranir fatlaðra svo ófatlaðir skilji það betur. „Það er til dæmis að fatlaðir fá ekkert alltaf tækifæri á almennum vinnumarkaði. Þeir eru meira á vernduðum vinnustöðum þar sem þeir fá lítil laun eða jafnvel ekki neitt. Atvinnurekendur á almennum vinnustöðum eru ekki alveg tilbúnir að gefa fötluðum tækifæri í samráði við þá, að leysa hvaða verkefni þeir geta unnið eða hversu lengi þeir geta unnið.“ Hann segir Átak mikilvægt félag. „Við erum baráttufélag, hagsmunafélag fyrir fatlað fólk,“ segir Haukur og að það sem aðskilji félagið frá öðrum hagsmunafélögum sé að í stjórn séu bara fólk með þroskahömlun „Við montum okkur svolítið af því. Ekkert um okkur án okkar.“ Liður í lögfestingu Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ríkisstjórnin setti það á stefnuskrá sína að lögfesta samninginn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins fyrr í þessari viku kom fram að annar hluti af aðgerð sem snýr að vitundarvakningunni sé vefurinn Fyrir okkur öll sem fór í loftið fyrir nokkrum dögum. Átak kom ekki beint að þeim vef en samstarfsaðilar þar eru ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp, Geðhjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga. Myndbandið var frumsýnt í vikunni.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Á vefnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um fatlað fólk, landsáætlunina og aðgerðirnar sem henni fylgja. Þá er einnig að finna þar reynslusögur sem fjalla um hindranir í daglegu lífi fatlaðs fólks. Erfitt í búningsklefanum „Ég elska að fara í sund en á erfitt með búningsklefann, þar er svo mikið kaos. Af því að ég ber ekki fötlunina mína utan á mér þarf ég oft að hafa mikið fyrir því að fá leyfi til að nota einstaklingsklefann. Mig langar bara að geta farið í pottinn án þess að þurfa að sanna að ég sé fatlaður,“ segir í einni sögunni og í annarri: „Ég get ekki keypt mér bíómiða á sama hátt og annað fólk. Ég er með fötlun sem gerir mér erfitt fyrir að muna tölur og lykilorð og án þeirra get ég ekki auðkennt mig. Það þurfa að vera fleiri leiðir til að sanna hver maður er.“ Þá fjallar ein sagan um vinnu: „Ég var einn frammi í afgreiðslunni um daginn og þá kom maður og spurði hvort það væri enginn að vinna hérna. Samt var ég í peysu með merkinu. Hann hélt bara að af því ég væri fatlaður þá gæti ég ekki verið að vinna hérna. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“ „Við verðum að auka sýnileika fatlaðs fólks. Lyfta upp veruleika þess og sömuleiðis ómetanlegu framlagi þess til samfélagsins. Vitundarvakningunni er ætlað að gera einmitt þetta og undirstrika um leið réttindi okkar fatlaðs fólks. Samfélagið verður svo miklu betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í vikunni.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tónlist Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira