„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Sammy Smith, leikmaður Breiðabliks, kann vel við sig á Íslandi og hlakkar til sumarsins. Vísir/Bjarni Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. „Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira